VISA REY CUP 2003

Stefán Stefánsson

VISA REY CUP 2003

Kaupa Í körfu

FJÖR og fótbolti voru kjörorðin á alþjóðlegu VISA REY CUP-knattspyrnuhátíðinni, sem fram fór um víðan völl í Laugardalnum um síðustu helgi. Það hefði hiklaust verið hægt að bæta við fjölbreytni, frískleiki og fínasti fótbolti - hátíðin hefði fyllilega staðið undir því. Þá er ekki bara verið að spá í úrslit einstakra leikja heldur allt sem í boði var og þegar við bættist frábært veður og skipulagning, sniðin að þörfum keppenda, varð úr mikil hátíð. MYNDATEXTI. Frændur okkar Færeyingar mættu í fyrsta sinn á Reycup. Frá Vágar kom strákalið en frá Runavik komu 15 eldhressar stúlkur frá íþróttafélaginu NSI. Íbúar Runavik eru um 2.500 og er bærinn þriðji stærsti á eyjunum. Þær fengu upplýsingar um mótið frá markverðinum Jens Martin Knudsen, sem spilaði nokkur ár með Leiftri, en stjórnar nú unglingastarfi hjá NIS.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar