VISA REY CUP 2003

Stefán Stefánsson

VISA REY CUP 2003

Kaupa Í körfu

FJÖR og fótbolti voru kjörorðin á alþjóðlegu VISA REY CUP-knattspyrnuhátíðinni, sem fram fór um víðan völl í Laugardalnum um síðustu helgi. Það hefði hiklaust verið hægt að bæta við fjölbreytni, frískleiki og fínasti fótbolti - hátíðin hefði fyllilega staðið undir því. Þá er ekki bara verið að spá í úrslit einstakra leikja heldur allt sem í boði var og þegar við bættist frábært veður og skipulagning, sniðin að þörfum keppenda, varð úr mikil hátíð. MYNDATEXTI. Hvöt frá Blönduósi vakti athygli fyrir samsett lið pilta og stúlkna. Það leit út fyrir að ekki tækist að senda flokk svo að smalað var saman í lið, allt frá piltum í þriðja flokki og á yngra ári í fjórða. Að sögn piltanna skreytti liðið sig með stúlkum en þær stóðu fyrir sínu þegar á völlinn var komið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar