Gullmót stúlkna

Stefán Stefánsson

Gullmót stúlkna

Kaupa Í körfu

MIKIÐ var um að vera í Kópavoginum um helgina þegar fram fór hið árlega Gullmót, sem er fjögurra daga knattspyrnuhátíð stúlkna upp að fjórtán ára aldri. MYNDATEXTI. Þrátt fyrir mikla baráttu á vellinum þurfti ekki að biðja 6. flokk ÍBV og Hauka oft þegar farið var fram á myndatöku. Þá var hlaupið til, náð í allar í liðinu svo að engin yrði útundan, lukkudýrið á sínum stað, athugað hvort flétturnar væru ekki í sínum skorðum og svo bara brosað sínu blíðasta. Reyndar sáu sumar ekki mikið vegna sólarinnar og aðrar voru alls ekki neitt ginnkeyptar fyrir svona umstangi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar