Gullmót stúlkna

Stefán Stefánsson

Gullmót stúlkna

Kaupa Í körfu

"ÉG hef farið á svona mót síðan ég var tíu ára," sagði Salome Kjartansdóttir úr KS en hún var traust í vörninni auk þess að eiga nokkur þrumuskot. Siglfirðingar unnu BÍ 5:0 og sýndu á köflum lipur tilþrif með góðum samleik en þessar stúlkur hafa æft og spilað saman frá því þær voru sjö ára og marga hildi háð. Þær æfa 5 sinnum í viku og Siglfirðingar geta verið nokkuð stoltir af stelpunum, sem voru bænum til sóma, en á Siglufirði búa tæplega 1.500 manns. "Flestallar stelpur á Siglufirði í mínum árgangi æfa með liðinu og við erum alveg ágætar. Við erum ekkert stressaðar og spilum bara eins og við gerum á æfingum. Við tökum þetta eins og hvert annað mót; við vorum síðast á móti í Borgarnesi þar sem við unnum alla okkar leiki án þess að fá á okkur mark. Við verðum ekkert sárar ef við fáum á okkur mark núna, höldum bara áfram því að við ætlum auðvitað að vinna." Salome slær ekki slöku við á veturna og er unglingameistari í svigi. MYNDATEXTI. Salome Kjartansdóttir

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar