Meistaramót unglinga 15 til 22 ára 2003
Kaupa Í körfu
"MÉR hefur gengið vel og bætt mig í mörgum greinum," sagði Gauti Ásbjörnsson úr UMSS eftir mótið, 18 ára Sauðkrækingur sem keppti í 8 greinum og afraksturinn var 3 gull, 2 silfur og einu sinni komst hann í fjórða sætið. Tugþrautin er hans grein. "Ég er að reyna að komast eitthvað áfram í tugþrautinni. Maður er víst fjölhæfur og þjálfarar ýta manni áfram, sérstaklega hefur Gísli Sigurðsson verið ómæld hjálp. Svo er skemmtilegt fólk í frjálsum íþróttum og mér gengur vel, í það minnsta núna. Samt er ég eiginlega ekki búinn að setja neina stefnu og sé til hvernig fer." Hann æfir um 18 tíma á viku og framundan er meistaramót Íslands, Evrópumót og Norðurlandamót. "Maður reynir að sinna vinnunni þegar maður getur því ég er ekki kominn með neinn styrk og einhvern veginn verður maður að eiga fyrir þessum mótum." MYNDATEXTI. Tugþrautin heillar Gauta Ásbjarnarson frá Sauðárkróki. Hann keppti í 8 greinum og vann þrjú gull og tvö silfur.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir