Meistaramót unglinga 15 til 22 ára 2003

Stefán Stefánsson

Meistaramót unglinga 15 til 22 ára 2003

Kaupa Í körfu

MIKIÐ fjör var í kringum sleggjukastbúrið, líflegar athugasemdir fuku og mikið var gantast en þegar í búrið kom var tekið á öllu sínu. "Ég var í kúluvarpi en gekk strax vel í sleggjunni og ákvað að snúa mér að henni," sagði María Kristbjörg Lúðvíksdóttir úr FH, sem sigraði í sleggjukastinu á 45,80 metrum. Hún er tvítug mær frá Stöðvarfirði og vill meiri keppni. "Það eru mörg mót á árinu en það mættu vera fleiri stórmót en líka meiri samkeppni, líklega myndi ég bæta mig þá. Ég æfi með strákunum, það er meiri krefjandi og ég vildi ekki vera með stelpunum." Bergur Ingi Pétursson úr FH, vann einnig gull en ætlar sér meira. Hann vantar enn nokkra metra til að slá met Guðmundar Karlssonar í fullorðinsflokki. "Ég mun taka metið hans og skella því. Ég ætlaði að bæta metið núna en mun kasta lengra síðar. Ég er aðeins í kúlu-, kringlu- og spjótkasti en mest í sleggjukastinu, hef stundað það í tvö ár og er enn að bæta mig og á mikið inni," sagði hinn 17 ára Bergur Ingi eftir mótið. MYNDATEXTI. Bergur Ingi og María Kristbjörg Lúðvíksdóttir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar