Meistaramót unglinga 15 til 22 ára 2003

Stefán Stefánsson

Meistaramót unglinga 15 til 22 ára 2003

Kaupa Í körfu

NÓG var um vera í Laugardalnum um helgina og Laugardalsvöllurinn iðaði af lífi þegar fram fór Meistaramót unglinga 15 til 22 ára í frjálsum íþróttum og tæplega tvö hundruð keppendur frá 17 félögum víðs vegar af landinu reyndu með sér. Ekki voru þó mörg met slegin en margir bættu sig og framundan eru mörg spennandi verkefni hjá landsliðshópnum. Eina metið sló Gauti Ásbjörnsson úr UMSS í stangarstökki og bætti þar með Íslandsmet unglinga í þremur aldursflokkum en FH vann stigakeppni félaga. MYNDATEXTI. Ungkonur úr FH fögnuðu sigri í 4x400 m boðhlaupi - Svanhvít Júlíusdóttir, Eygerður Inga Hafþórsdóttir, Silja Úlfarsdóttir og Sigrún Dögg Þórðardóttir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar