Günter Eisenhardt

Stefán Stefánsson

Günter Eisenhardt

Kaupa Í körfu

ÝMSUM kvistum hefur skolað á land með ferjum undanfarin ár og hreykinn taldi Þjóðverjinn Günter Eisenhardt sig tilheyra þeim hópi. Hann hefur í fjórtán ár mætt hingað á norðurslóðir með félaga sinn, Hanomag AL28, upprunninn í Vestur-Þýskalandi fyrir rúmum 35 árum, en það er margendurbættur og haganlega útfærður herbíll, sem öðlast hefur nýtt líf sem húsbíll, eins og skotlúgan hægra megin í farþegarýminu gefur til kynna. MYNDATEXTI. Ferðalangurinn heldur dagbók yfir allar sínar ferðir og tekur einnig ljósmyndir - allt fer það á heimasíðu hans. Eins og sjá má hefur hann komið sér haganlega fyrir í vagninum, á veggjum eru myndir af landinu, bílnum á öræfavegi og nokkrar af lunda sem er Günter afar hugleikinn enda er ferðin í ár tileinkuð þeim fugli.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar