Reykjavíkurskákmótið

Reykjavíkurskákmótið

Kaupa Í körfu

NORSKA undrabarnið Magnus Carlsen er fæddur 30. nóvember 1990 og er því 13 ára. Hann tefldi á fyrsta mótinu 8 ára að aldri, en á síðustu tveimur árum hefur hann tekið tekið risavöxnum framförum, undir handleiðslu sterkasta skákmeistara Noregs frá upphafi, Simens Agdestein. Á þeim tíma hefur Magnus hækkað um nálægt 400 skákstig. Magnus varð alþjóðlegur skákmeistari í janúar 2003 og hefur náð tveimur stórmeistaraáfögnum, í C-stórmeistaraflokki í Wijk aan Zee, í janúar 2004 og Aeroflot Open í síðasta mánuði. Magnus Carlsen er efnilegasti og umtalaðisti skákmeistari í heiminum í dag. Hann ætlar sér að ná stórmeistaratitlinum á yfirstandandi Reykjavíkurskákmóti.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar