Tyllt niður tánni

Gísli Sigurðsson

Tyllt niður tánni

Kaupa Í körfu

Votheysturnar úr steinsteypu eða stáli gnæfa víða um sveitir landsins yfir aðrar byggingar og setja svip á bæi. En tímabil votheysturna og votheysverkunar virðist að mestu leyti liðið og um allt land standa þessi reisulegu mannvirki sem minnismerki um heyverkunaraðferð, sem rúllubaggatæknin hefur víðast hvar gert úrelta. Það á þó ekki við hér. Á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum gnæfa þrír steinsteyptir votheysturnar, sem Eggert Ólafsson, þá bóndi á Þorvaldseyri, byggði 1977. Ólafur sonur hans, sem býr þar nú, nýtir turnana eins og áður og finnst fátt benda til að þeir verði látnir ónotaðir. Vothey er að vísu þyngra en þurrhey, en vélbúnaður er til að hlaða í turnana og eins til að taka votheyið niður á fóðurgang. Og turnarnir þrír, sem hér bera í Núpakotsnúpinn, setja sannarlega svip á bæinn. ( Steinsteyptir votheysturnar frá búskpartíð Eggerts Ólafssonar, setja svip sinná bæinná Þorvaldseyri. Að baki gnæfir Núpakotsnúpur. )

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar