Tjaldar við Geldinganes

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Tjaldar við Geldinganes

Kaupa Í körfu

ÞESSI hópur tjalda sást á flugi við Geldinganes í gær. Að sögn Ævars Petersens fuglafræðings hafa á að giska 2.000 tjaldar vetursetu á Íslandi, einkum á suðvesturhorninu, í Borgarfirði og Hvalfirði, einnig við Stokkseyri og Eyrarbakka og í kringum Höfn. Á vorin bætist í hópinn en tjaldar koma hingað frá Bretlandseyjum. Að sögn Ævars er líklegt að tjaldastofninn hafi stækkað á síðustu öldum en tjaldar hafa ávallt komið fram í vetrartalningum hér á landi síðustu hálfa öldina.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar