Íslansmót í skotfimi - Sigurvegarar
Kaupa Í körfu
ÖRFÁUM millimetrum munaði þegar úrslitin á Íslandsmótinu í skotfimi með loftskammbyssum og rifflum fóru fram í Laugardalshöll á laugardaginn. Anton Konráðsson frá Skotfélagi Ólafsfjarðar hafði titil með skammbyssu að verja en Guðmundur Kr. Gíslason úr Skotfélagi Reykjavíkur þjarmaði rækilega að honum og eftir 10 skot í úrslitum fékk Guðmundur 649,3 stig en Anton 0,4 minna. Ingibjörg Ásgeirsdóttir úr íþróttafélagi lögreglunnar sigraði í kvennaflokki með loftskammbyssu. Alls voru keppendur 24 og þar af 7 konur en þær hafa aldrei verið fleiri. MYNDATEXTI: Sigurvegarar á Íslandsmótinu í skotfimi með loftbyssum 2003. Í neðri röð eru Ingibjörg Ásgeirsdóttir og Guðmundur Kr. Gíslason sem hittu best með loftskammbyssu. Fyrir miðju í efri röð er Ásgeir Sigurgeirsson, sem vann unglingaflokk með loftskammbyssu, og við hlið hans eru Jórunn Harðardóttir og Guðmundur H. Christensen, sem unnu með loftriffli.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir