Íslansmót í skotfimi - Sigurvegarar

Stefán Stefánsson

Íslansmót í skotfimi - Sigurvegarar

Kaupa Í körfu

ÖRFÁUM millimetrum munaði þegar úrslitin á Íslandsmótinu í skotfimi með loftskammbyssum og rifflum fóru fram í Laugardalshöll á laugardaginn. Anton Konráðsson frá Skotfélagi Ólafsfjarðar hafði titil með skammbyssu að verja en Guðmundur Kr. Gíslason úr Skotfélagi Reykjavíkur þjarmaði rækilega að honum og eftir 10 skot í úrslitum fékk Guðmundur 649,3 stig en Anton 0,4 minna. Ingibjörg Ásgeirsdóttir úr íþróttafélagi lögreglunnar sigraði í kvennaflokki með loftskammbyssu. Alls voru keppendur 24 og þar af 7 konur en þær hafa aldrei verið fleiri. MYNDATEXTI: Sigurvegarar á Íslandsmótinu í skotfimi með loftbyssum 2003. Í neðri röð eru Ingibjörg Ásgeirsdóttir og Guðmundur Kr. Gíslason sem hittu best með loftskammbyssu. Fyrir miðju í efri röð er Ásgeir Sigurgeirsson, sem vann unglingaflokk með loftskammbyssu, og við hlið hans eru Jórunn Harðardóttir og Guðmundur H. Christensen, sem unnu með loftriffli.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar