Skotfimi

Stefán Stefánsson

Skotfimi

Kaupa Í körfu

Stöðug hönd skipti öllu máli þegar Íslandsmótið í skotfimi með staðlaðri skammbyssu fór fram í Digranesi á laugardaginn enda þurfti helst að hitta á 4 sentimetra hring af 25 metra færi til að krækja sér í tíu stig. Þegar upp var staðið reyndist Eiríkur Jónsson hlutskarpastur af körlunum með 518 stig en Kristína Sigurðardóttir í kvennaflokki með 468. Myndatexti: Lögreglumennirnir Kristína Sigurðardóttir og Eiríkur Jónsson unnu Íslandsmótið með staðlaðri skammbyssu á laugardaginn. Þau hampa hér verðlaunum sínum og byssum en lögregluhundurinn Barón lætur sér fátt um finnast.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar