Baldvin Þorsteinsson strandar

Jónas Erlendsson

Baldvin Þorsteinsson strandar

Kaupa Í körfu

UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ heimilaði í gær Samherja, útgerðarfélagi Baldvins Þorsteinssonar EA 10, að losa loðnufarm skipsins í sjóinn ef á þyrfti að halda við björgun þess af strandstað í Skarðsfjöru. Hugsanlegt er að einnig þurfi að losa hluta olíufarms í sjó og munu forsvarsmenn Samherja gera umhverfisráðuneytinu grein fyrir því í daghversu mikla olíu þyrfti að losa ef til kæmi. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra, sem skoðaði strandstað í gær og fundaði með Samherjamönnum og fleirum, segir að þessi beiðni verði skoðuð. Um 500 tonn af gasolíu eru í skipinu og 1800 tonn af loðnu. MYNDATEXTI: Þorsteinn Már Baldvinsson og Siv Friðleifsdóttir á strandstað í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar