Menntaráðstefna

Ásdís Ásgeirsdóttir

Menntaráðstefna

Kaupa Í körfu

Norræn ráðstefna um menntarannsóknir í KHÍ UM átta hundruð þátttakendur frá ellefu löndum sitja ráðstefnu um menntarannsóknir á vegum samtakanna Nordic Educational Research Association (NERA) sem sett var í Kennaraháskóla Íslands í gær og stendur fram á laugardag. Verndari ráðstefnunnar er Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands. Þema ráðstefnunnar er staða menntunar í þekkingarsamfélagi nútímans og eru aðalfyrirlesarar fjórir, þau Madeleine Arnot, prófessor í Cambridge, Sigurjón Mýrdal, dósent við KHÍ, Olga Dysthe, prófessor í Bergen og Yrjö Engeström, prófessor í Helsinki við Kaliforníu-háskóla. Auk aðalfyrirlesara munu um 550 þátttakendur kynna eigin rannsóknir og fræðastörf, þar af 52 Íslendingar. MYNDATEXTI: Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskólans, ogVigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti og verndari ráðstefnunnar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar