Sjallareitur - Sigurður Sigurðsson

Kristján Kristjánsson

Sjallareitur - Sigurður Sigurðsson

Kaupa Í körfu

Umhverfisráð vill semja við SS Byggi um uppbyggingu í miðbænum UMHVERFISRÁÐ samþykkti á fundi sínum í vikunni að leggja til við bæjarstjórn að gengið yrði til samninga við SS Byggi um uppbyggingu á Sjallareitnum svokallaða, sunnan veitingastaðarins Sjallans. Samningur taki m.a. til hvernig Akureyrarbær komi að uppkaupum eigna og gerð deiliskipulags svæðisins. Í samningi skal einnig hafður tímarammi á verkefninu í ljósi þess að hér er um að ræða framkvæmdir á viðkvæmum stað og mikilvægt að þær raski sem minnst umhverfi miðbæjarins, eins og segir í bókun umhverfisráðs....Á myndinni horfir Sigurður Sigurðsson, framkvæmdastjóri SS Byggis, yfir Sjallareitinn, af þaki íbúðar sinnar í háhýsinu við Strandgötu. Húsin sunnan Sjallans, milli Geislagötu og Glerárgötu þurfa að víkja fyrir væntanlegum framkvæmdum en húsaröðin við Strandgötu t.h. á myndinni verður á sínum stað.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar