Handboltamaraþon

Handboltamaraþon

Kaupa Í körfu

AUGNALOKIN voru orðin ansi þung undir það síðasta hjá krökkunum í 5. flokki í handbolta í Íþróttafélagi Reykjavíkur, en þeir spiluðu handbolta alla aðfaranótt laugardagsins og fóru ekki að sofa fyrr en í gærmorgun. Handboltamaraþonið var fjáröflun fyrir krakkana, en þeir eru að safna fyrir Húsavíkurferð í apríl, þar sem þeir koma til með að keppa við jafnaldra sína víðsvegar að af landinu í handbolta. Alls tóku um 50 krakkar þátt í maraþoninu. Þeim var skipt í sex blönduð lið og var spiluð tvöföld umferð, þannig að hvert lið lék tíu leiki. Þá keppti blandað lið krakka á móti liði foreldra og þjálfara rétt eftir miðnætti og fóru leikar þannig að lið foreldranna hafði betur. Þá voru nokkrar vítakeppnir teknar MYNDATEXTI: Klukkan 7 í gærmorgun höfðu krakkarnir í ÍR leikið handbolta í um níu tíma og sýndu margir þreytumerki.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar