Guðlaugssundið

Jim Smart

Guðlaugssundið

Kaupa Í körfu

Guðlaugssund var þreytt af mörgum góðum sundköppum á föstudag til að minnast þess að tuttugu ár eru liðin síðan Guðlaugur Friðþórsson synti sex kílómetra leið í land þegar togbáturinn Hellisey sökk um sex kílómetra austur af Heimaey rétt fyrir miðnætti 11. mars árið 1984. Þessa hetjudáð hafa fáir leikið eftir, þótt íslenskir sundkappar þreyti hana í upphituðum laugum kappanum til heiðurs. Einn þessara kappa er Kristján Gíslason, stjórnarformaður eignarhaldsfélagsins Eykis, sem hefur nú í þrígang þreytt Guðlaugssund.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar