Hvassviðri

Ragnar Axelsson

Hvassviðri

Kaupa Í körfu

Úrhelli, hvassviðri og vegaskemmdir. Það var vorlykt af vindum liðinnar viku. Vatnið flæddi um sveitirnar, vegfarendum víða til ama, þótt börnin hafi gaman af að sulla í pollunum. Það hlánar á fjöllum, brum birtist á trjánum og skokkarar fagna hlýjunni. MYNDATEXTI: Hvassviðri: Frændsystkinin Einar Ágúst Hjörleifsson, Hjörleifur Þór Steingrímsson og Guðleif Erna Steingrímsdóttir léku sér úti við bæinn Foss í Hrunamannahreppi. Þar var bæjarfossinn æði bólginn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar