Sigmar Óttarsson

Sigmar Óttarsson

Kaupa Í körfu

Það er hörð reynsla að missa annan fótinn og bíða milli vonar og ótta eftir niðurstöðu um hvort taka verði hinn fótinn líka. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við Sigmar Óttarsson sjómann sem að undanförnu hefur háð erfiða baráttu vegna mikils slyss á sjó hinn 4. janúar sl. Um tíma sveif hann milli heims og helju en er nú kominn í endurhæfingu. Hinn 4. janúar sl. slasaðist Sigmar Óttarsson alvarlega úti á sjó. Hann missti þá annan fótinn fyrir ofan ökkla og var næstum búinn að missa hinn fótinn líka og um tíma barðist hann fyrir lífi sínu vegna afleiðinga slyssins. Ég hitti Sigmar fyrir skömmu og ræddi við hann á bæklunardeild Landspítalans við Grensásveg. Hugprýði, hið gamla og fallega orð, lýsir best viðmóti hans í þessum samræðum - brosið var aldrei langt undan - eigi að síður er ljóst að röskun á högum hans er mikil og þjáningar hans vart bærilegar. Sigmar var háseti á netabátnum Eldhamri frá Grindavík þegar slysið varð. MYNDATEXTI: Sigmar Óttarsson lítur bjartsýnn til framtíðar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar