Miðstöð Sameinuðu þjóðanna opnuð

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Miðstöð Sameinuðu þjóðanna opnuð

Kaupa Í körfu

Miðstöð Sameinuðu þjóðanna á Íslandi Miðstöð Sameinuðu þjóðanna var opnuð í Skaftahlíð 24 í Reykjavík síðastliðinn föstudag. Þar verða til húsa Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, UNICEF Ísland, eða Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, og UNIFEM á Íslandi. Sr. Bernharður Guðmundsson rektor í Skálholti er nýkjörinn formaður Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Félagið var stofnað 1947, skömmu eftir stofnun Sameinuðu þjóðanna. Bernharður telur að opnun Miðstöðvar Sameinuðu þjóðanna muni hleypa nýju lífi í félagsstarfið. Hann segir að mikill fengur verði að samveru Félags SÞ á Íslandi við UNIFEM og UNICEF og óskandi væri að aðrar deildir SÞ, sem eiga fulltrúa hérlendis, bættust í hópinn. MYNDATEXTI: Í Miðstöð Sameinuðu þjóðanna verður hægt að fá margvíslegar upplýsingar um starfsemi Sameinuðu þjóðanna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar