Körfuboltamót krakka
Kaupa Í körfu
ÞEGAR um 740 krökkum frá 11 ára og allt niður í leikskólaaldur er boðið á körfuboltamót en stigin ekki talin má búast við miklu fjöri enda hægt að einbeita sér að leiknum og úrslit ekki svo mikið að þvælast fyrir. Sú varð einmitt raunin í Keflavík fyrstu helgina í mars þegar körfuknattleiksdeildir Keflavíkur og Njarðvíkur héldu stórmót í samstarfi við Samkaup. Það var ekki bara körfuboltinn sem heillaði, því ókeypis var í bíó og sund, þrjár kjarnríkar máltíðir, kvöldvaka, pizzuveisla, skúffukaka og mjólk. Ekki síst var gaman að hitta jafnaldra. MYNDATEXTI: Valur og Þór frá Akureyri háðu harða rimmu en það kom ekki í veg fyrir að drengir færu í sátt og samlyndi í myndatöku að leik loknum, sannur íþróttaandi sveif yfir vötnum hjá drengjunum.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir