Körfuboltamót krakka

Stefán Stefánsson

Körfuboltamót krakka

Kaupa Í körfu

ÞEGAR um 740 krökkum frá 11 ára og allt niður í leikskólaaldur er boðið á körfuboltamót en stigin ekki talin má búast við miklu fjöri enda hægt að einbeita sér að leiknum og úrslit ekki svo mikið að þvælast fyrir. Sú varð einmitt raunin í Keflavík fyrstu helgina í mars þegar körfuknattleiksdeildir Keflavíkur og Njarðvíkur héldu stórmót í samstarfi við Samkaup. Það var ekki bara körfuboltinn sem heillaði, því ókeypis var í bíó og sund, þrjár kjarnríkar máltíðir, kvöldvaka, pizzuveisla, skúffukaka og mjólk. Ekki síst var gaman að hitta jafnaldra. MYNDATEXTI: Kolbeinn Ari Hauksson tók nammidaginn með trompi og stýrði skóflunni af öryggi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar