Loðna á Pollinum

Kristján Kristjánsson

Loðna á Pollinum

Kaupa Í körfu

LOÐNA hefur gengið inn á Pollinn við Akureyri og hafa trillukarlar verið að ná sér í loðnu í beitu. Ingvi Böðvarsson bakarameistari var hins vegar að fá sér í loðnu í soðið þegar ljósmyndari Morgunblaðsins rakst á hann við aðstöðu Siglingaklúbbsins Nökkva við Höephner í gær. "Loðnan gerir manni svo gott og er auk þess herramannsmatur," sagði Ingvi. "Maður tekur af henni hausinn, kryddar og steikir á pönnu og borðar svo með kartöflum. Hrognin eru líka mjög góð og minna nokkuð á þorskhrogn." Þá voru drengir úr Hlíðarskóla í Varpholti einnig að veiða loðnu "í rannsóknarskyni," eins og þeir orðuðu það. MYNDATEXTI: Herramannsmatur: Ingvi Böðvarsson var að ná sér í loðnu í soðið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar