Námskeið í Svarta pakkhúsinu

Helgi Bjarnason

Námskeið í Svarta pakkhúsinu

Kaupa Í körfu

Ánægja ríkir á námskeiði í blandaðri tækni sem Hermann Árnason heldur í Svarta pakkhúsinu Keflavík | "Þetta er spennandi efni, hægt að nota það á allt annan hátt en olíuna. Hér má maður drullumalla," sagði Guðrún Valgeirsdóttir, þátttakandi í myndlistarnámskeiði í Svarta pakkhúsinu. Á námskeiðinu sem kennt er við blandaða tækni er notast við óhefðbundin efni, meðal annars múrviðgerðarefni og úr verða óvenjuleg listaverk. Félag myndlistarmanna í Reykjanesbæ stendur fyrir námskeiðum í Svarta pakkhúsinu MYNDATEXTI: Múrað: Guðrún Valgeirsdóttir er búin að blanda og listaverkið verður smám saman til.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar