Vertíðarskip að veiðum

Valdimar Guðjónsson

Vertíðarskip að veiðum

Kaupa Í körfu

Gaulverjabær | Í blíðviðrinu um helgina hefur loðnuflotinn sést skammt undan landi að elta loðnuna vestur á bóginn. Þessum líflegu vertíðardögum fylgir ljósagangur mikill. Hefur hér ofar úr Gaulverjabæjarhreppi litið út í rökkrinu sem nýtt bæjarfélag væri risið á þessum slóðum. Á sunnudag var flotinn út undan Loftsstaðafjöru í rjómablíðu þó aflabrögð hafi verið misjöfn. Á myndinni sést flotinn frá bænum Vestri - Loftsstöðum í Gaulverjabæjarhreppi. Á myndinni má greina ein þrettán skip að veiðum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar