Umferðarfræðsla í Vogum

Helgi Bjarnason

Umferðarfræðsla í Vogum

Kaupa Í körfu

Öryggi Börn af leikskólanum Suðurvöllum í Vogum hafa verið að læra umferðarreglurnar og gera ýmis verkefni í sérstakri umferðarviku. Í gær fengu þau í fylgd starfsfólks leikskólans og nemenda úr sjöunda bekk Stóru-Vogaskóla um götur þorpsins til að æfa reglurnar. Skrúðgangan fór stóran hring um þorpið. Alltaf var stansað á gangstéttarbrún áður en gengið var yfir götu, hlustað eftir umferð og gáð vel til beggja handa. Síðan var gengið rakleitt yfir og að sjálfsögðu eftir merktri gangstétt, ef hana var að finna. Grunnskólabörnin leiddu yngri börnin og voru nokkuð roggin með þetta ábyrgðarmikla hlutverk.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar