Útihúsin við Steinstaði rifin

Sigurður Elvar Þórólfsson

Útihúsin við Steinstaði rifin

Kaupa Í körfu

Undanfarin misseri hafa margar nýbyggingar risið á Akranesi og sér ekki fyrir endann í þeim efnum. Flatahverfið við Steinstaði er nýjasta byggingarsvæðið á Akranesi en ekki eru mörg ár síðan Akurnesingar töldu að Steinstaðir væru "langt út í sveit". Undanfarna daga hafa starfsmenn Skóflunnar rifið niður útihús við Steinstaði enda "barn síns tíma" og munu nýbyggingar rísa á þessu svæði á næstunni, en nú þegar eru margir íbúar fluttir í nýbyggingar í Flatahverfinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar