Málfundur um unglinga

©Sverrir Vilhelmsson

Málfundur um unglinga

Kaupa Í körfu

Unglingar eru orðnir langþreyttir á þeim ímyndum sem fjölmiðlar reyna að skapa fyrir þá, bæði líkamlega og félagslega. Þótt unglingar séu móttækilegir og áhrifagjarnir gefur það markaðsöflum ekki rétt á að notfæra sér það og reyna að selja þeim tilbúinn lífsstíl. Þetta var meðal þess sem kom fram í erindum og umræðum á opnum málfundi sem Hverfisráð Háaleitishverfis og Ungmennaráð efndu til í gær í Borgarleikhúsinu, undir yfirskriftinni "Unglingar, neikvætt hugtak?" Myndatexti: Brynhildur Bolladóttir og Eyrún Ósk Óðinsdóttir voru með framsögu á fundinum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar