Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson

Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson

Kaupa Í körfu

Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson er einn þeirra einstaklinga sem koma víða við í viðskiptalífinu en hefur sjálfur ekki verið eins áberandi í umræðunni og störf hans gætu gefið tilefni til. Á þeim tæpu tveimur áratugum sem liðnir eru frá því Gunnlaugur Sævar lauk prófi frá lagadeild Háskóla Íslands hefur hann setið í stjórnum margra af stærstu fyrirtækjum landsins og gegnt formennsku í ófáum þeirra. Hann hefur því tekið beinan þátt í þeim miklu umbreytingum sem orðið hafa í viðskiptalífinu á umliðnum misserum. Gunnlaugur Sævar er stjórnarformaður Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, Tryggingamiðstöðvarinnar, Ísfélags Vestmannaeyja, Lýsis og Fóðurblöndunnar. Hann er í stjórn Eimskipafélags Íslands, en fer reyndar úr henni á morgun þar sem verkefni stjórnarinnar, sem tók við síðastliðið haust, er sagt vera lokið. Þá er hann formaður útvarpsráðs. Hann var framkvæmdastjóri Faxamjöls, dótturfélags Granda, í um tólf ár og forstjóri líftæknifyrirtækisins Urðar Verðandi Skuldar (UVS) í tæp fjögur ár, en lét af því starfi í byrjun þessa árs.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar