Sinfóníuhljómsveit Íslands

Sinfóníuhljómsveit Íslands

Kaupa Í körfu

Á efnisskrá tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld kl. 19.30 eru fjögur verk eftir þrjú tónskáld. Verkin eru Divertimento í D-dúr KV 136/125a og Sinfónía nr. 29 í A-dúr KV 201 eftir Wolfgang Amadeus Mozart, Chaconne í g-moll eftir Henry Purcell í útsetningu Benjamins Brittens, auk þess sem flutt verður Serenaða fyrir tenór, horn og strengi eftir Britten, en það verk hefur ekki heyrst á tónleikum hérlendis í rúm tuttugu ár. Einsöngvari tónleikanna er skoski tenórinn Paul Agnew og einleikari kvöldins er Joseph Ognibene, fyrsti hornleikari Sinfóníuhljómsveitarinnar, en hljómsveitarstjórn er í höndum aðalstjórnanda hljómsveitarinnar, Rumon Gamba. MYNDATEXTI: Paul Agnew tenór og Joseph Ognibene hornleikari ásamt hljómsveitarstjóranum Rumon Gamba.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar