Bangsar og gemsar

Ásdís Ásgeirsdóttir

Bangsar og gemsar

Kaupa Í körfu

LÍFSSTÍLL Dregur úr tilvistarkreppu Ég hugsa, samkvæmt því er ég til," sagði Descartes. Setningin nægir ekki nútímamanninum með gemsann. "Síminn hringir, samkvæmt því er ég til," er nær sanni. MANNESKJAN myndar náið samband við umhverfi sitt; fólk, náttúru og tilbúna hluti. Börn geta myndað trúnaðarsamband við dúkkur og bangsa, jafnvel einhverskonar vináttu. Greining á sambandi barns við bangsa opinberar væntumþykju þess og traust. Barni er oft ekki sama hvar bangsinn er og gerir sér ferð til að huga að stöðu hans; fer fram úr rúminu ef hann hefur gleymst o.s.frv. Ítalski sálgreinandinn Luciano Di Gregorio hefur nú sett fram þá tilgátu að gemsar (gsm) séu einhvers konar bangsar fullorðna fólksins. Hann segir að greina megi svipaða hegðun og tilfinningar hjá fullorðnum gagnvart gemsanum sínum og hjá börnum gagnvart böngsum. Þetta kemur fram í bók Ítalans: Psicopatologia del cellulare (útg. Franco Angeli, 2003).

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar