Gunnþóra Mist og Sigrún - Krakkablak

Stefán Stefánsson

Gunnþóra Mist og Sigrún - Krakkablak

Kaupa Í körfu

Í STAÐ þess að reyna að kenna 6 til 12 ára krökkum hvernig á að spila blak, sneru blakmenn hlutverkum rækilega við blaðinu og byggðu upp nýja íþrótt sem er miðuð við að krakkar geti auðveldlega lært að spila blak og þá miðað við getu hvers og eins. Þetta blakafbrigði kallast krakkablak og hefur náð góðri útbreiðslu enda sniðið að krökkunum sjálfum og allir geta verið með....Þegar er byrjað halda mót og í byrjun mars var haldið suð-vesturlandsmótið í krakka- og unglingablaki. Það fór fram í Fylkishöll og voru keppendur um 130 úr 5 félögum, Fylki, Þrótti, HK, Aftureldingu og sameinuðu liði Víkings frá Ólafsvík og Reynis frá Hellissandi en alls voru 26 lið á mótinu. MYNDATEXTI: Á milli leikja brugðu Gunnþóra Mist Björnsdóttir og Sigrún Pálsdóttir úr Fylki sér á bak við búðarborðið mynd kom ekki

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar