Hvíld

Hvíld

Kaupa Í körfu

UNGLINGAR Mörgum unglingnum eflaust til ánægju, en foreldrum til ama, hefur nú verið sýnt fram á að það sé eðlilegt að unglingar séu latari en annað fólk. Ungdómurinn getur nú borið við líffræðilegum ástæðum þegar hann er sakaðir um leti, því nýlegar rannsóknir á heila unglinga hafa leitt í ljós að þeir geti bara ekkert að þessu gert! Á vefmiðli Evening Standard segir frá rannsókninni, en þar voru heilar fullorðinna og unglinga skannaðir og bornir saman. Kom þá ýmislegt í ljós sem skýrt gæti af hverju unglingar eru sumir svo latir og áhugalausir sem raun ber vitni. "Margir unglingar virðast hafa skertan drifkraft," segir Dr. David Hummer sem fór fyrir rannsókninni. "Svo virðist sem sá hluti heilans sem drífur fólk áfram sé ekki fullþroskaður eða a.m.k. mun óvirkari en í fullorðnum."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar