Aðalheiður Halldórsdóttir

©Sverrir Vilhelmsson

Aðalheiður Halldórsdóttir

Kaupa Í körfu

Sporin eru létt og mjúk hjá berfættri ballerínu á stóru sviði Borgarleikhússins. Það má heyra tifið í tánum og stundum lágan þyt þegar hún tekur snúning. Samt er hún bara að ræða við ljósmyndarann; myndatakan er ekki hafin. Þegar blaðamaður kemst loksins að hefur hún tyllt sér á tröppurnar úr Grease í einum af hliðarsölunum, innan um sviðsmyndir úr barnaleikritinu Línu og söngleiknum Chicago. Ballerínan heitir Aðalheiður Halldórsdóttir og hefur fengist við dans síðan hún var tíu ára. Hún dansar í Lúnu, sýningu Íslenska dansflokksins, fer með hlutverk í söngleiknum Chicago og er í danshöfundanámi í Hollandi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar