Litla hryllingsbúðin

Garðar Páll Vignisson

Litla hryllingsbúðin

Kaupa Í körfu

Grindvíkingar ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og á það einnig við um árshátíðarleikritið í Grunnskóla Grindavíkur. Litla hryllingsbúðin var sett upp að þessu sinni og stýrir Jakob Þór Einarsson leikari verkinu. Eins og áður er bæjarbúum boðið á þrjár aukasýningar sem verða án efa vel sóttar því krakkarnir standa sig vel auk þess að öll umgjörð er glæsileg. Alls taka um 70 nemendur þátt í sýningunni. MYNDATEXTI: Árshátíð: Tannlæknirinn spjallar við blómið í Litlu hryllingsbúðinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar