Dys í Berufirði

Steinunn Ásmundsdóttir

Dys í Berufirði

Kaupa Í körfu

Það er víða fagurt á Austurlandi og fjöll og firðir kallast á í tíma og rúmi. Í botni Berufjarðar, skammt sunnan Fossárvíkur, má sjá þennan myndarlega skýjabrjót sem ber nafnið Dys. Fjallið stendur norðan við Búlandstind þeirra Djúpavogsbúa og ber aðeins Hvítardal á milli. Á fögrum góðviðrisdegi mátti sjá hvar Dysin reyndi eftir mætti að kljúfa veðrablikur sem hrönnuðust skyndilega upp á heiðum himninum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar