Reykjavík Rapid - Magnus Carlsen

Omar Oskarsson

Reykjavík Rapid - Magnus Carlsen

Kaupa Í körfu

NORSKA undrabarnið Magnus Carlsen, 13 ára gamall, gerði jafntefli við Garrí Kasparov, sterkasta skákmann heims, í fyrri skák þeirra í fyrstu umferð atskákmótsins Reykjavík Rapid í gærkvöldi. Kasparov hafði svo betur í seinni skákinni og Carlsen var þar með úr leik. "Þetta er frábær strákur og á bjarta framtíð fyrir sér," sagði Kasparov við Morgunblaðið. Carlsen sagðist þokkalega ánægður með árangur sinn hér. Hann sagðist stefna að því að verða heimsmeistari í skák, en hann á aðeins einn áfanga eftir að stórmeistaratitli og gæti orðið næstyngsti skákmaður sögunnar sem næði þeim titli.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar