Stóra upplestrarkeppnin

Hafþór Hreiðarsson

Stóra upplestrarkeppnin

Kaupa Í körfu

Húsavík | Hin árlega upplestrarhátíð var haldin á dögunum í Safnahúsinu á Húsavík. Þar öttu kappi tíu nemar úr sjöunda bekk grunnskólanna í Suður-Þingeyjarsýslu. Keppendur lásu upp í þrem umferðum og þegar upp var staðið var sigurvegari Halldóra Kristín Bjarnadóttir, Hafralækjarskóla, sem er fyrir miðju á myndinni, annar var Hrólfur Hjörleifsson, Grunnskóla Skútustaðahrepps, og þriðja Ásrún Ásmundsdóttir, Borgarhólsskóla. Fjölmenni var á Upplestrarhátíðinni og til skemmtunar á milli umferða voru tónlistaratriði flutt af nemendum úr tónlistarskólunum á Húsavík og Hafralæk.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar