Sigurður Þórarinn Sigurðsson með móður sinni

Sigurður Þórarinn Sigurðsson með móður sinni

Kaupa Í körfu

Sigurður Þórarinn, tíundi íslenski hjartaþeginn, er kominn heim SIGURÐUR Þórarinn Sigurðsson, 21 árs Fáskrúðsfirðingur sem fékk grætt í sig nýtt hjarta á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn í byrjun febrúar sl., kom til landsins á föstudagskvöld ásamt móður sinni, Vilborgu Óskarsdóttur. Á móti þeim tóku vinir og vandamenn með blómum og gjöfum en Sigurður er tíundi íslenski hjartaþeginn frá árinu 1988. Sigurður hefur náð ótrúlega góðum bata á skömmum tíma og vikulegar hjartaþræðingar í Kaupmannahöfn undanfarið gáfu mjög jákvæða niðurstöðu. Hefur nýja hjartað sýnt 0% höfnun, eins og það er nefnt á fagmáli. MYNDATEXTI: Sigurður Þórarinn Sigurðsson, 21 árs hjartaþegi frá Hvammi í Fáskrúðsfirði, ásamt móður sinni, Vilborgu Óskarsdóttur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar