Í strætó

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Í strætó

Kaupa Í körfu

Strætisvagninn er eins og gamalt vasaúr, oftast á réttum tíma. Einn af naglföstum hlutum tilverunnar hjá mörgum. Og rétt eins og vísarnir á úrinu ganga sama hringinn, ekur bílstjórinn vagninum hring eftir hring, dag eftir dag. Marinó Viborg ekur leið 110 og segist kunna vel við starfið. Hann hefur ekið stætó í þrjú ár og sér mikið af fólki á hverjum degi. Sumir koma alltaf aftur, rétt eins og vagninn; aðrir sitja í einhvern spöl og sjást aldrei meir. Sumum er illa við strætisvagna en öðrum þykir það góð skemmtun að taka vagninn og horfa úr honum á borgina - og óvíða gefst betra tækifæri til að horfa á borgarana í öllum sínum fjölbreytileika. Og eins og vagnarnir aka um borgina, eru ljósmyndarar blaðsins á ferðinni, að klófesta svipi borgarinnar. MYNDATEXTI: Greið leið: Marino Viborg strætóbílstjóri horfir fram á auða Miklubrautina; enn einn hringur í Árbæinn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar