Jón Ólafsson

Jón Ólafsson

Kaupa Í körfu

Vestnorrænar rannsóknir á samhengi veðurfars og ástands lífríkis í hafinu Vísindamenn á norðurslóðum sameinast nú í hafrannsóknarverkefninu Vestnordisk Oceanklima. Jón Ólafsson haffræðingur sagði Ragnhildi Sverrisdóttur að tilgangurinn væri sá að bæta þekkinguna á samhengi veðurfars og ástands lífríkis í hafinu. Vonir standi til þess að þá þekkingu megi nýta til að skyggnast inn í framtíðina. Grunnur rannsóknanna er sá, að við sjáum að margt í lífríki hafsins tengist straumum, hitastigi og seltu sjávar og hvaðan sjórinn kemur, þ.e. sunnan að eða frá pólsvæðinu. Núna bendir ýmislegt til að aðstæður séu að breytast, því hægt er að greina ýmsar veðurfarsbreytingar, hvort sem þær eru af mannavöldum eða náttúrulegar. Tilgangur rannsóknanna er að bæta þekkinguna á samhengi veðurfars og ástands lífríkis í hafinu. Vonir standa til þess að við getum nýtt þá þekkingu til að skyggnast inn í framtíðina og sjá hvað hún ber í skauti sér," segir Jón Ólafsson, haffræðingur við Hafrannsóknastofnun og prófessor við Háskóla Íslands. Jón situr, ásamt Hjálmari Vilhjálmssyni, í stjórn vestnorræns hafrannsóknarverkefnis fjögurra stofnana. Verkefninu var hleypt af stokkunum árið 2000 og stendur það til 2005. MYNDATEXTI: Jón Ólafsson, haffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun og prófessor við Háskóla Íslands, situr í stjórn vestnorræna hafrannsóknarverkefnisins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar