Hlið Álftanesi

Hlið Álftanesi

Kaupa Í körfu

Bærinn Hlið á Álftanesi er ekki í alfaraleið. Af Álftanesvegi er tekin vinstri beygja við Bessastaðaafleggjara og farið eftir Suðurnesvegi. Aftur er tekin vinstri beygja inn á Höfðabraut og hún er farin á enda. Þar tekur við malartroðningur og þar sem troðningurinn endar stendur bærinn Hlið. Hænsnahópur tók á móti blaðamanni og ljósmyndara í hlaðinu. Í hópnum voru sannkallaðir monthanar sem breiddu úr stélfjöðrunum og göluðu frekjulega að ókunnugum gestum. Þeir velktust ekki í vafa um eigin glæsileik og raddprýði. Nokkrar settlegar hænur fylgdu í kjölfarið. Bogi Jónsson, húsráðandi á Hliði, snaraðist út úr bænum og öfugt við hanana bauð hann gesti velkomna MYNDATEXTI: Hlið í dag er nær óþekkjanlegt frá því sem var. Bogi og Nok bættu glerskálanum við fyrir nokkru.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar