Gjöf frá GlaxoSmithKline

Gunnlaugur Árnason

Gjöf frá GlaxoSmithKline

Kaupa Í körfu

Ört vaxandi lungnasjúkdómar eru farnir að hrjá Íslendinga. Nú geta Hólmarar farið upp á spítala og látið kanna ástand lungna sinna með tilkomu nýs lungnamælis. Í því felst mikið öryggi fyrir íbúa í Stykkishólmi og nágrenni. Fyrirtækið GlaxoSmithKline gaf á dögunum St. Franciskusspítalanum lungnamæli af gerðinni Spio2000. GlaxoSmithKline er alþjóðlegt fyrirtæki sem hefur það að markmiði að uppgötva, þróa og markaðssetja lyf. MYNDATEXTI: Linda Björk Ólafsdóttir afhendir St. Franciskusspítala lungnamæli að gjöf. Á móti gjöfinni taka Friðrik Jónsson heilsugæslulæknir og Róbert Jörgensen, framkvæmdastjóri St. Franciskusspítalans.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar