Grafa valt við Kárahnjúka

Steinunn Ásmundsdóttir

Grafa valt við Kárahnjúka

Kaupa Í körfu

Gröfumaður í 110 metra hæð í Fremri-Kárahnjúk þegar grafan tók að renna niður í gljúfrið MILDI þykir að Sigurbergur Konráðsson, einn af eigendum verktakafyrirtækisins Arnarfells, skyldi sleppa lifandi þegar 50 tonna beltagrafa sem hann vann á í fyrrakvöld hrapaði niður snarbrattar hlíðar Fremri-Kárahnjúks. Sigurbergur var að vinna nýjan sneiðing í um 110 metra hæð í Kárahnjúknum þegar grafan tók að renna í átt að gilbrúninni. Hann náði að henda sér út, en grafan stöðvaðist á ystu nöf neðst í hlíðinni eftir að hafa runnið rúma 60 metra og oltið einu sinni. Um fimmtíu metra fall er niður í gilbotninn þaðan sem grafan staðnæmdist. Sigurbergur sagðist hafa verið að vinna nýjan sneiðing í hnjúkinn fyrir ofan Kárahnjúkastíflu. Sneiðinginn á að nota til að koma fyrir öryggisnetum og girðingum vegna grjóthruns, en banaslys varð vegna hruns í síðustu viku. MYNDATEXTI: Grafan stöðvaðist á gilbarminum eftir að hafa runnið um 60 metra.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar