Baugur styrkir þróunarstarf UNICEF

Baugur styrkir þróunarstarf UNICEF

Kaupa Í körfu

Baugur styrkir þróunarstarf UNICEF í Guineu-Bissau um 20 milljónir króna BAUGUR Group veitti Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, á Íslandi 20 milljóna króna styrk í gær, sem að mestu mun renna til þróunaraðstoðar í Vestur-Afríkuríkinu Guinea-Bissau. Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, sagði ómetanlegt að fá stuðning frá Baugi og það væri gott fyrir UNICEF, sem opnaði nýlega skrifstofu á Íslandi, að geta farið strax í þróunarverkefni. MYNDATEXTI: Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugur Group, og Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, undirrita samninginn í gær. Til hægri við þá er Einar Benediktsson, stjórnarformaður UNICEF á Íslandi, og til vinstri hjónin Jónína Einarsdóttir og Geir Gunnlaugsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar