Brúarfoss á Húsavík

Hafþór Hreiðarsson

Brúarfoss á Húsavík

Kaupa Í körfu

Á DÖGUNUM kom gámaskip Eimskipafélagsins, Brúarfoss til Húsavíkur í forföllum Mánafoss og lagðist við Norðurgarð. Þar losaði það um 90 gáma og lestaði um 50 slíka. Þetta væri kannski ekki í frásögur færandi nema vegna þess að skipið er, að sögn sérfróðra manna, lengsta gámaskip sem á Húsavík hefur komið. Jafnvel er það talið lengsta skip sem lagst hefur að bryggju á Húsavík. Til samanburðar má nefna að Hofsjökull, sem kom oft til bæjarins á árum áður og lestaði frosinn fisk, var 118,15 metrar á lengd og skemmtiferðaskipið Hanseatic sem heimsótt hefur Húsavík undanfarin sumur er 123 metrar að lengd. MYNDATEXTI: Sigurgeir Harðarson, starfsmaður Skipaafgreiðslu Húsavíkur, bíður þess að taka á móti Brúarfossi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar