Þórdís Sigurðardótir

Þórdís Sigurðardótir

Kaupa Í körfu

Þórdís J. Sigurðardóttir hefur, á þeim fáu árum sem hún hefur verið viðloðandi viðskiptalífið, skapað sér þar verðugan sess. Soffía Haraldsdóttir bregður upp svipmynd af Þórdísi. .. Fyrir sex árum söðlaði hún hins vegar um, fór til Belgíu og hóf MBA-nám með áherslu á stefnumótum og stjórnun fyrirtækja. Að því loknu gegndi hún stjórnunarstöðum hjá tveimur upplýsingatæknifyrirtækjum, þar til hún tók við starfi lektors og forstöðumanns MBA-náms við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Að auki er hún nýr framkvæmdastjóri Stjórnendaskóla HR. Þórdís er jafnframt stjórnarformaður EJS og verður sem slík í einu aðalhlutverkanna á aðalfundi félagsins í dag. Hún situr í nefnd iðnaðar- og viðskiptaráðherra um stefnumótun íslensks viðskiptaumhverfis. Þá má geta þess að hún er ein þeirra sjö kvenna hjá HR sem buðu sig sl. haust fram til stjórnarsetu í fyrirtækjum sem skráð eru á Aðallista Kauphallar Íslands MYNDATEXTI: Eldmóður Þórdís kannast við að taka stundum of mikið að sér

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar