Hollvinasamtök Gufubaðs og smíðahúss

Kári Jónsson

Hollvinasamtök Gufubaðs og smíðahúss

Kaupa Í körfu

Búist við tíföldun á fjölda gesta Ráðgerð er gagnger endurbygging gamla gufubaðsins á Laugarvatni á komandi árum. Farið hefur fram frumhönnun á lóð gufubaðsins og stefnt að því að bjóða verkið út í haust. Hollvinasamtök Gufubaðs og smíðahúss á Laugarvatni héldu aðalfund sinn sl. laugardag. Gengið hefur verið frá samkomulagi við menntamálaráðuneytið um yfirtöku Hollvinasamtakanna á 8.798 fermetra lóð, þar af 3.436 fermetra í vatninu framan við gufubaðið. Helsta markmið félagsins er að bjarga menningarverðmætum sem liggja í sögu húsanna við vatnið og að bæta aðstöðu fólks til að njóta baða og slökunar í heilsusamlegu umhverfi og hreinni náttúru staðarins. MYNDATEXTI: Stjórn Hollvinasamtaka Gufubaðs og smíðahúss framan við smíðahúsið sem fyrst þjónaði sem íþróttahús Héraðsskólans og Íþróttaskóla Björns Jakobssonar til 1945. F.v. Ólafur Örn Haraldsson, Kristján Einarsson, Tryggvi Guðmundsson, Bjarni Finnsson, Ragnar Sær Ragnarsson, Einar S. Einarsson, Friðrik Guðmundsson formaður og Hafþór B. Guðmundsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar