Útskriftarnemar úr Listaháskólanum

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Útskriftarnemar úr Listaháskólanum

Kaupa Í körfu

Allir þekkja útskriftarsýningar Listaháskóla Íslands, sem hafa getið sér gott orð hvort sem um er að ræða myndlistar- og hönnunarnema eða leiklistardeildina. Núna hefur einn viðburður bæst við sem vert er að veita athygli og það eru útskriftartónleikar tónsmíðanema. Fimm nemendur eru í þessum fyrsta útskriftarárgangi en þrír þeirra standa fyrir tónleikum í Salnum í Kópavogi í kvöld af þessu tilefni. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 og er athygli vakin á því að aðgangur er ókeypis og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Flutt verða verkin Upplausn eftir Ólaf Björn Ólafsson, Morula eftir Gest Guðnason og - sundrung - eining eftir Önnu S. Þorvaldsdóttur. "Þetta eru útskriftartónleikar tónsmíðadeildar LHÍ. Við erum fyrsti árgangurinn sem er að útskrifast af þessari braut. Þarna verða flutt þrjú frumsamin tónverk fyrir kammersveit," segir Óli Björn sem tekur að sér að svara fyrir hópinn en um 7-15 hljóðfæraleikarar taka þátt í flutningnum. Flestir hljóðfæraleikaranna eru samnemendur en einnig koma atvinnumenn við sögu. MYNDATEXTI: Óli Björn, Anna og Gestur

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar